top of page
1.png

Umbreytandi Öndunarvinna

Fyrir alla sem:

 Standa á tímamótum í lífinu

Vilja fá nýtt sjónarhorn á tilveruna

Eru lagðir af stað í sjálfskoðunar-ferðalag

Eru forvitnir og vilja kynnast sjálfum sér á annan hátt

Hvað er Umbreytandi öndunarvinna?

 

Umbreytandi öndunarvinna (Breathwork Transformation) er heilunarferli sem losar um spennu og streitu.

 

Með ákveðinni öndunartækni, svokallaðri hringlaga öndun, þá ferðu í innra ferðalag, þar sem þú nærð að horfast í augu við eigin hindranir/áskoranir og  um leið að sleppa tökunum á þeim. Þú færð að upplifa frelsi og  aukna lífsorku.

 

Gott er að hafa í huga að engir tveir tímar eru eins og upplifanir fólks eru margbreytilegar.

 

Algengir kostir öndunarvinnu eru:

  • Ná að sleppa taki á áföllum, þjáningu og ótta

  • Finna fyrir friði og slökun

  • Finnast þú vera full/ur af orku og lifandi

  • Leyfa spennu, streitu og kvíða að hverfa

  • Upplifa valdeflingu

  • Upplifa breytt vitundarstig

  • Draga úr langvinnum verkjum

  • Bæta gæði svefns

  • Finna fyrir djúpu þakklæti fyrir að vera á lífi

Mikilvægar upplýsingar tengdar heilsufari áður en mætt er í tímann:

 

Þar sem öndunaræfingarnar geta kallað fram öflug líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð þá hentar þessi tími ekki barnshafandi konum eða fólki með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma, flogaveiki, geðhvarfasýki, sögu um geðrof eða sem er á sterkum geðlyfjum. Vinsamlegast ráðfærðu þig við lækninn þinn varðandi heilsufar þitt, ef þú ert í einhverjum vafa, áður en þú tekur þátt í tímanum. 

 

Leiðbeinandi: Rakel Magnúsdóttir, lærður Breathwork leiðbeinandi frá School of Positive Transformation, undir handleiðslu Dr. Itai Ivtzan.

 

Staðsetning: Skipholt 35, Reykjavík, í sal Art of Yoga. 2. hæð.

Tíminn: Mánudögum kl.19:30-21:10. Mikilvægt að vera mætt aðeins fyrr til að koma sér fyrir.

 

ATH - það er ekki hægt að koma inn eftir að tíminn byrjar.

Takmarkaður fjöldi: Hámark 10 manns

Verð: Tíminn kostar 6.500 kr.

Allar nánari upplýsingar veitir Rakel Magnúsdóttir, ráðgjafi og núvitundarkennari hjá Reislu ráðgjöf – rakel@reisla.is

Byrjar aftur í september

Umbreytandi öndunarvinna

Mögnuð öndunartækni (Breathwork Transformation) sem losar um spennu og streitu á 60 mínútum

Á mánudögum kl.19:30-21:10
Staðsetning: Skipholt 35, Reykjavík, í sal Art of Yoga

2.png
IMG_6844.jpeg
IMG_6854.jpeg

Ég vissi lítið sem ekkert um breathwork þegar ég fór í fyrsta tímann minn til Rakelar. Hún útskýrði vel hvað við værum að fara gera, hvernig við ættum að anda og við hverju við máttum búast. Ég hef prófað margskonar yoga, hugleiðslur og fleira en aldrei hef ég prófað neitt eins öflugt og þetta. Strax í fyrsta tíma upplifði ég magnaða hluti og slökunin sem ég fann í líkamanum á eftir var dásamleg. 

 Sigríður

bottom of page