Umbreytandi Öndunarvinna
Fyrir alla sem:
Standa á tímamótum í lífinu
Vilja fá nýtt sjónarhorn á tilveruna
Eru lagðir af stað í sjálfskoðunar-ferðalag
Eru forvitnir og vilja kynnast sjálfum sér á annan hátt
Hvað er Umbreytandi öndunarvinna?
Umbreytandi öndunarvinna (Breathwork Transformation) er heilunarferli sem losar um spennu og streitu.
Með ákveðinni öndunartækni, svokallaðri hringlaga öndun, þá ferðu í innra ferðalag, þar sem þú nærð að horfast í augu við eigin hindranir/áskoranir og um leið að sleppa tökunum á þeim. Þú færð að upplifa frelsi og aukna lífsorku.
Gott er að hafa í huga að engir tveir tímar eru eins og upplifanir fólks eru margbreytilegar.
Algengir kostir öndunarvinnu eru:
-
Ná að sleppa taki á áföllum, þjáningu og ótta
-
Finna fyrir friði og slökun
-
Finnast þú vera full/ur af orku og lifandi
-
Leyfa spennu, streitu og kvíða að hverfa
-
Upplifa valdeflingu
-
Upplifa breytt vitundarstig
-
Draga úr langvinnum verkjum
-
Bæta gæði svefns
-
Finna fyrir djúpu þakklæti fyrir að vera á lífi
Mikilvægar upplýsingar tengdar heilsufari áður en mætt er í tímann:
Þar sem öndunaræfingarnar geta kallað fram öflug líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð þá hentar þessi tími ekki barnshafandi konum eða fólki með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma, flogaveiki, geðhvarfasýki, sögu um geðrof eða sem er á sterkum geðlyfjum. Vinsamlegast ráðfærðu þig við lækninn þinn varðandi heilsufar þitt, ef þú ert í einhverjum vafa, áður en þú tekur þátt í tímanum.
Leiðbeinandi: Rakel Magnúsdóttir, lærður Breathwork leiðbeinandi frá School of Positive Transformation, undir handleiðslu Dr. Itai Ivtzan.
Staðsetning: Skipholt 35, Reykjavík, í sal Art of Yoga. 2. hæð.
Tíminn: Mánudögum kl.19:30-21:10. Mikilvægt að vera mætt aðeins fyrr til að koma sér fyrir.
ATH - það er ekki hægt að koma inn eftir að tíminn byrjar.
Takmarkaður fjöldi: Hámark 10 manns
Verð: Tíminn kostar 6.500 kr.
Allar nánari upplýsingar veitir Rakel Magnúsdóttir, ráðgjafi og núvitundarkennari hjá Reislu ráðgjöf – rakel@reisla.is