top of page
2.png

Viltu:

  • læra hvernig þú getur náð tökum á streitu og að sjá vandamál lífsins í nýju ljósi?

  • uppgötva styrkleika þína og hvernig þú getur notað þá til að auka vellíðan þína?

  • nota styrkleika þína til að hjálpa þér að ná tökum á núvitund?

  • kynnast sjálfum þér og fólkinu í kringum þig á nýjan hátt? 

 

Ef svo er þá er þetta námskeið fyrir þig!

 

Námskeiðið er þróað af Dr. Ryan Niemiec hjá VIA Institute on Character ( http://www.viacharacter.org ). Þarna er allt það nýjasta á sviði styrkleika og núvitundar samtvinnað í hagnýtt námskeið sem hjálpar fólki að blómstra með því að kynnast sínum innri styrkleikum og þróa þá áfram með hjálp núvitundar. 

 

Þetta 8 vikna Mindfulness-Based Strengths Practice (MBSP) námskeið er byggt á vísindalegum grunni og er blanda af fræðslu, upplifunaræfingum, núvitundarhugleiðslum og hópumræðum. Þátttakendur fá vinnubækling og rafrænan aðgang að núvitundar-hugleiðslum. 

 

Innifalið í námskeiðinu er valfrjáls þátttaka í hálfs dags hlédragi (e. retreat) þar sem þátttakendum gefst kostur á að dýpka þjálfun sína, endurnæra sjálfan sig og ef til vill uppgötva eitthvað nýtt og áhugavert. Að auki býðst þátttakendum einn tími í einstaklings-ráðgjöf þeim að kostnaðarlausu.

Endilega kannaðu rétt þinn á námsstyrk hjá þínu stéttarfélagi eða vinnuveitanda.
 

Allar nánari upplýsingar veitir Rakel Magnúsdóttir, ráðgjafi og núvitundarkennari hjá Reislu ráðgjöf – rakel@reisla.is

Leiðbeinandi:

Rakel Magnúsdóttir

Núvitundarkennari

Hjúkrunarfræðingur

MA Diplóma í jákvæðri sálfræði

rakel@reisla.is 

VIA_Badge_Certified.jpg
bottom of page