top of page
Rakel Magnúsdóttir
Ráðgjafi, þerapisti og núvitundarkennari
Rakel Magnúsdóttir hefur alla tíð haft áhuga á sálfræði og málefnum er tengjast andlegri líðan bæði fullorðinna og barna. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2005, tók meistaragráðu í kynjafræði frá sama skóla 2015 og lauk diplóma námi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ vorið 2017.
Rakel hefur lokið tveimur gráðum í áfallafræðum TRM (Trauma Resiliency Model – Level 1 og Level 2) á vegum The Trauma Resource Institute. Þessi fræði ganga út á að hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu.
Hún hefur einnig aflað sér víðtækrar menntunar er tengist núvitund bæði hérlendis, í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Núvitundarbakgrunnur Rakelar:
-
Núvitundariðkunn hennar hófst fyrir alvöru þegar hún var við nám í jákvæðri sálfræði 2016.
-
Hún hefur lokið námi í hugleiðslu- og núvitundarkennslu frá School of Positive Transformation í Bretlandi (2018).
-
Mindfulness Based Strength Practice (MBSP 1&2), VIA Institute on Character, (2019).
-
The Present for Adults, Sara Silverton Mindfulness, (2019).
-
Trauma-Sensitive Mindfulness, David Treleaven (2019).
-
Auk þess hefur hún setið kennslutengd námskeið hjá The Center for Mindfulness Research and Practice (2019).
-
Advanced Mindfulness Based Strength Practice (MBSP), VIA Institute on Character, (2023).
Rakel er lærður Breathwork leiðbeinandi frá School of Positive Transformation, undir handleiðslu Dr. Itai Ivtzan.
bottom of page